Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 15. febrúar 2021 10:33
Fótbolti.net
Staðan á okkar mönnum er mjög björt
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru 38 dagar í að Ísland hefji leik í undankeppni HM en í fyrsta glugga verða þrír útileikir.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn að staðan á íslensku leikmönnunum væri býsna góð í augnablikinu.

„Ég er mjög ánægður eins og staðan er akkúrat núna. Svo getur það breyst í dag eða á morgun. Það er eitthvað sem maður hefur enga stjórn á. En akkúrat núna er bjartara yfir okkar leikmannahópi en hefur kannski verið undanfarin tvö ár," segir Arnar.

Hann nefnir Jóhann Berg Guðmundsson sem dæmi en hann hefur komist á flug í ensku úrvalsdeildinni og skorað fyrir Burnley tvo leiki í röð.

„Það er mjög jákvætt. Það er enginn úti með langvarandi meiðsli. Ef við tökum til dæmis Jóa þá hefur hann núna náð mörgum leikjum í röð, eitthvað sem hann hefur ekki náð í langan tíma. Einst og staðan er akkúrat núna er þetta mjög bjart."

„Það er jákvætt að strákarnir í Skandinavíu eru á undirbúningstímabili, danska deildin er byrjuð og þetta er allt að byrja. Þeir leikmenn eru ekki þreyttir eftir langt tímabil og það er því gott jafnvægi í því. Ég er bara sáttur eins og staðan er akkúrat núna," segir Arnar.

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Fótboltafréttir vikunnar - Arnar Viðars um endurkomu Lagerback
Athugasemdir
banner
banner