Eggert Aron Guðmundsson er genginn í raðir Brann í Noregi frá sænska liðinu Elfsborg. Hann hitti liðið í æfingabúðum á Marbella á Spáni í gær og gekkst undir læknisskoðun áður en skiptin gengu í gegn.
Hann er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir Brann eftir að Freyr Alexandersson var ráðinn þjalfari liðsins í síðasta mánuði.
Hann er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir Brann eftir að Freyr Alexandersson var ráðinn þjalfari liðsins í síðasta mánuði.
Eggert Aron gekk í raðir Elfsborg fyrir ári síðan þegar félagið keypti hann frá Stjörnunni. Eggert kom einungis við sögu í sjö deildarleikjum, og alls ellefu leikjum, á síðasta tímabili en meiðsli settu sitt strik í reikninginn en þjálfari liðsins virtist líka frekar vilja nota aðra leikmenn.
Samkvæmt GP er kaupverðið rétt rúmlega 5 milljónir sænskra króna, eða um 65 milljónir íslenskra króna.
Eggert Aron er 21 árs miðjumaður sem átti frábært tímabil 2023 með Stjörnunni. Hann var valinn í íslenska A-landsliðið fyrir æfingaleiki í janúar 2024 og var í sama mánuði seldur til Elfsborg. Eggert á að baki tvo A-landsleiki og 23 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er ennþá gjaldgengur í U21 landsliðið.
Athugasemdir