Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 15. mars 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liðsfélagi Kristians ætlar sér að spila fyrir England
Mynd: Getty Images
Charlie Setford er ungur og efnilegur markvörður, sautján ára, og spilar með Ajax í Hollandi. Hann spilar þar með Kristiani Nökkva Hlynssyni í Jong Ajax.

BBC ræddi við Setford á dögunum en hann er í þeirri stöðu að geta valið milli þess að spila fyrir England og Holland.

„Ég gæti spilað fyrir Holland en ég vil gera pabba minn stoltan og spila fyrir England," sagði Setford.

„Hann er enskur og hann hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Að spila fyrir England er eitthvað sem ég hef alltaf vilja afreka." Í viðtalinu segir hann einnig frá því að hann setur stefnuna á að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Setford er enskur U18 landsliðsmaður og hefur spilað fjóra leiki fyrir liðið. Hann á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Hollands en þeir komu allir fyrir árið 2020.

Setford er þriðji markvörður aðalliðs Ajax og ver mark Jong Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner