banner
   mið 15. mars 2023 21:39
Brynjar Ingi Erluson
England: Brighton jafnaði Liverpool að stigum - Góður sigur Brentford
Solly March gerði sigurmark Brighton
Solly March gerði sigurmark Brighton
Mynd: Getty Images
Ivan Toney skoraði fyrra mark Brentford
Ivan Toney skoraði fyrra mark Brentford
Mynd: Getty Images
Brighton jafnaði Liverpool að stigum í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann Crystal Palace 1-0 á Amex-leikvanginum í kvöld. Brentford lagði þá Southampton að velli, 2-0, á St. Mary's leikvanginum.

Palace sem hafði ekki átt skot á markið í síðustu þremur leikjum átti þrjú strax í byrjun leiks gegn Brighton. Jason Steele var öflugur í marki Brighton og sá við tveimur skotum og þá stangaði Odsonne Edouard boltanum framhjá eftir hornspyrnu.

Solly March kom Brighton í forystu, þvert gegn gangi leiksins á 15. mínútu. Kaoru Mitoma kom með laglega stungusendingu inn fyrir á March sem var í þröngu færi en náði að setja hann snyrtilega í fjæhornið.

Hinn 19 ára gamli Joe Witworth átti nokkrar góðar vörslur í marki Palace í dag en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið.

Brighton hélt út og fagnar 1-0 sigri. Brighton er áfram í 7. sæti með 42 stig, jafnmörg og Liverpool sem er í 6. sæti. Crystal Palace er í 12. sæti með 27 stig.

Brentford vann góðan 2-0 sigur á Southampton. Ivan Toney skoraði fyrra mark Brentford á 32. mínútu með flugskalla af stuttu færi en þetta var sextánda mark hans á tímabilinu. Yoane Wissa gerði út um leikinn svo undir lokin og tryggði liðinu 2-0 sigur.

Brentford er í 8. sæti með 41 stig en Southampton áfram í botnsæti deildarinnar með 22 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Southampton 0 - 2 Brentford
0-1 Ivan Toney ('32 )
0-2 Yoane Wissa ('90 )

Brighton 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Solly March ('15 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner