Dele Alli var rekinn af velli þegar Como tapaði gegn AC Milan í ítölsku deildinni í kvöld.
Alli kom inn á undir lok leiksins en þetta var fyrsti leikurinn hans í rúm tvö ár. Meiðsli og andleg veikindi settu strik í reikninginn. Hann gekk til liðs við Como í janúar á frjálsri sölu og spilaði sinn fyrsta leik í kvöld.
Hann fékk rauða spjaldið fyrir að traðka á kálfanum á Ruben Loftus-Cheek. Cesc Fabregas, stjóri Como, varð fyrir vonbrigðum með Alli.
„Þetta eru alvarleg mistök, þetta er eitthvað sem á ekki að sjást hjá svona reynslumiklum leikmanni. Þetta er augljóst rautt spjald, hann skildi liðið eftir mannii færri á mikilvægu augnabliki þegar við vorum að reyna jafna leikinn," sagði Fabregas.
Athugasemdir