Arnar Gunnlaugsson gerði í dag nýjan þriggja ára óuppsegjanlegan samning við Víking. Arnar mun samkvæmt samningnum stýra Víkingi næstu þrjú tímabil, eða út tímabilið 2023.
Augljóst er að mikil ánægja er með samstarfið af beggja hálfu en Arnar ræddi við Fótbolta.net eftir að hann stakk niður penna.
Augljóst er að mikil ánægja er með samstarfið af beggja hálfu en Arnar ræddi við Fótbolta.net eftir að hann stakk niður penna.
„Mér líður mjög vel hérna, stjórnin er frábær og leikmannahópurinn líka. Það er vel stutt við bakið á mér og ég má nánast gera það sem ég vil gera! Þetta er draumavinna," segir Arnar.
„Þó ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég ungur þjálfari og margt sem maður þarf að læra. Maður lendir á veggjum og maður þarf að læra af reynslunni, sem ég gerði svo sannarlega í fyrra og árið þar á undan líka. Maður lærir af því að meðtaka velgengni og einnig af því að lenda í mótlæti."
Viðtalið má sjá hér að ofan en þar segir hann nánar frá því hvað hann vill gera með Víkingsliðið og ræðir um komandi tímabil og Covid-19 stoppið.
Athugasemdir