Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   fim 15. apríl 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Er í draumastarfi
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson gerði í dag nýjan þriggja ára óuppsegjanlegan samning við Víking. Arnar mun samkvæmt samningnum stýra Víkingi næstu þrjú tímabil, eða út tímabilið 2023.

Augljóst er að mikil ánægja er með samstarfið af beggja hálfu en Arnar ræddi við Fótbolta.net eftir að hann stakk niður penna.

„Mér líður mjög vel hérna, stjórnin er frábær og leikmannahópurinn líka. Það er vel stutt við bakið á mér og ég má nánast gera það sem ég vil gera! Þetta er draumavinna," segir Arnar.

„Þó ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég ungur þjálfari og margt sem maður þarf að læra. Maður lendir á veggjum og maður þarf að læra af reynslunni, sem ég gerði svo sannarlega í fyrra og árið þar á undan líka. Maður lærir af því að meðtaka velgengni og einnig af því að lenda í mótlæti."

Viðtalið má sjá hér að ofan en þar segir hann nánar frá því hvað hann vill gera með Víkingsliðið og ræðir um komandi tímabil og Covid-19 stoppið.
Athugasemdir
banner
banner