Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fim 15. apríl 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nagelsmann: Eru engar og hafa engar viðræður verið við Bayern
Julian Nagelsmann, aðalþjálfari RB Leipzig, segir að það séu engar viðræður í gangi milli sín og Bayern Munchen.

Lothar Matthaus, goðsögn í þýskum fótbolta, hélt því fram í gær að Nagelsmann myndi taka við starfinu hjá Bayern þegar Hans Dieter-Flick myndi yfirgefa félagið og væntanlega taka við þýska landsliðinu.

Joachim Löw er að hætta sem þjálfari landsliðsins í sumar eftir fimmtán ár í starfi. Flick er sagður efstur á blaði hjá þýska knattspyrnusambandinu.

„Þeir vilja Hansi Flick og ég held, eða öllu heldur er ég sannfærður um að Hansi Flick verður ekki lengur þjálfari Bayern eftir tímabilið," sagði Matthaus.

„Það þýðir að heimaleikurinn gegn Augsburg verður síðasti leikurinn sem aðalþjálfari Bayern."

Nagelsmann hefur svarað fyrir þau ummæli Matthaus sem féllu í kjölfarið, að Nagelsmann væri þegar í viðræðum við Bayern.

„Það eru engar og hafa engar viðræður verið við Bayern," sagði hinn 33 ára gamli Nagelsmann á blaðamannafundi í gær.

„Ég hef ekki hugmynd hvar Lothar fékk sínar upplýsingar, ég get staðfest að hvorki ég né umboðsmaður minn höfum rætt við Bayern. Ég er samningsbundinn RB út tímabilið 2022/23," bætti Nagelsmann við.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner