UEFA hefur sektað Rauðu stjörnuna frá Belgrad fyrir rasíska hegðun hjá einum einstaklingi sem tengist félaginu. Zlatan Ibrahimovic varð fyrir rasísku aðkasti þegar hann sat á varamannabekk AC Milan gegn Rauðu stjörnunni í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Leikurinn átti að vera fyrir luktum dyrum en þó komst einhver að Zlatan og hreytti fúkyrðum í Svíann. Atvikið náðist á upptöku og baðst Rauða stjarnan í kjölfarið afsökunar á hegðun stuðningsmanna.
Leikurinn átti að vera fyrir luktum dyrum en þó komst einhver að Zlatan og hreytti fúkyrðum í Svíann. Atvikið náðist á upptöku og baðst Rauða stjarnan í kjölfarið afsökunar á hegðun stuðningsmanna.
Aganefnd UEFA staðfesti að um rasískt aðkast væri að ræða þar sem fjölskylda Zlatan á ættir að rekja til Bosníu-Hersegóvínu og Króatíu. Serbía, Bosnía-Hersegóvína og Króatíu voru öll hluti af gömlu Júgóslavíu en það er ekki beint hlýtt á milli Króatíu og Serbíu.
Rauða stjarnan hefur verið sektað m 25 þúsund evrur og þarf að spila næsta heimaleik í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum.
Þá var félagið sektað um fimm þúsund evrur til viðbótar þar sem félagið virti ekki sóttvarnarreglur þegar áhorfendum var hleypt inn á völlinn og ekki passað upp á aðilar héldu ákveðinni fjarlægð á milli sín.
Athugasemdir