Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 15. apríl 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rauða stjarnan sektuð fyrir rasísk ummæli stuðningsmanns
UEFA hefur sektað Rauðu stjörnuna frá Belgrad fyrir rasíska hegðun hjá einum einstaklingi sem tengist félaginu. Zlatan Ibrahimovic varð fyrir rasísku aðkasti þegar hann sat á varamannabekk AC Milan gegn Rauðu stjörnunni í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Leikurinn átti að vera fyrir luktum dyrum en þó komst einhver að Zlatan og hreytti fúkyrðum í Svíann. Atvikið náðist á upptöku og baðst Rauða stjarnan í kjölfarið afsökunar á hegðun stuðningsmanna.

Aganefnd UEFA staðfesti að um rasískt aðkast væri að ræða þar sem fjölskylda Zlatan á ættir að rekja til Bosníu-Hersegóvínu og Króatíu. Serbía, Bosnía-Hersegóvína og Króatíu voru öll hluti af gömlu Júgóslavíu en það er ekki beint hlýtt á milli Króatíu og Serbíu.

Rauða stjarnan hefur verið sektað m 25 þúsund evrur og þarf að spila næsta heimaleik í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum.

Þá var félagið sektað um fimm þúsund evrur til viðbótar þar sem félagið virti ekki sóttvarnarreglur þegar áhorfendum var hleypt inn á völlinn og ekki passað upp á aðilar héldu ákveðinni fjarlægð á milli sín.
Athugasemdir
banner