Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 15. apríl 2024 23:05
Sölvi Haraldsson
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Erlingur í leiknum í kvöld.
Erlingur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hark í dag. Þetta var alls ekki okkar besti leikur. Ég held að það sé alveg hægt að segja að við vorum heppnir í dag að fá þrjú stig.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkings, eftir 1-0 iðnaðarsigur gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar áttu erfitt með að opna Framarana í kvöld.

Þeir voru mjög þéttir til baka og voru að beita skyndisóknum sem þeir gerðu vel. Við fundum engar lausnir á því.

Dómari leiksins, Jóhann Ingi, þurfti að taka stórar ákvarðanir í kvöld sem eru án efa mjög vafasamar. Erlingur viðurkennir að boltinn hafi ekki farið í höndina á Alexi í markinu sem var tekið af Fram í fyrri hálfleik en hann telur að Fram hefði ekki átt að fá víti í seinni hálfleik.

Það er mikið búið að vera að tala um þetta mark sem þeir skoruðu. Mér skilst að það hafi ekki verið hendi en ég sá það ekki. En það er bara heppni. Síðan skilst mér að þetta hafi ekki verið víti í seinni hálfleik.

Erlingur er þá spurður út í dómarana í upphafi móts og hvernig honum finnst þessar áherslubreytingar hafa gengið.

Þetta er mjög spes verð ég að segja. Maður sýnir oft einhver viðbrögð eftir einhverja dóma og það er ekkert persónulegt við neina dómara, þetta gerist bara ósjálfrátt. Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smástund.

Ég veit ekki hvort línan sé óskýr en þetta er bara full hart.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkinga, eftir iðnaðarsigur Víkinga á Fram í kvöld.

Viðtalið við Erling má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner