Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
   mán 15. apríl 2024 23:05
Sölvi Haraldsson
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Erlingur í leiknum í kvöld.
Erlingur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hark í dag. Þetta var alls ekki okkar besti leikur. Ég held að það sé alveg hægt að segja að við vorum heppnir í dag að fá þrjú stig.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkings, eftir 1-0 iðnaðarsigur gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar áttu erfitt með að opna Framarana í kvöld.

Þeir voru mjög þéttir til baka og voru að beita skyndisóknum sem þeir gerðu vel. Við fundum engar lausnir á því.

Dómari leiksins, Jóhann Ingi, þurfti að taka stórar ákvarðanir í kvöld sem eru án efa mjög vafasamar. Erlingur viðurkennir að boltinn hafi ekki farið í höndina á Alexi í markinu sem var tekið af Fram í fyrri hálfleik en hann telur að Fram hefði ekki átt að fá víti í seinni hálfleik.

Það er mikið búið að vera að tala um þetta mark sem þeir skoruðu. Mér skilst að það hafi ekki verið hendi en ég sá það ekki. En það er bara heppni. Síðan skilst mér að þetta hafi ekki verið víti í seinni hálfleik.

Erlingur er þá spurður út í dómarana í upphafi móts og hvernig honum finnst þessar áherslubreytingar hafa gengið.

Þetta er mjög spes verð ég að segja. Maður sýnir oft einhver viðbrögð eftir einhverja dóma og það er ekkert persónulegt við neina dómara, þetta gerist bara ósjálfrátt. Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smástund.

Ég veit ekki hvort línan sé óskýr en þetta er bara full hart.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkinga, eftir iðnaðarsigur Víkinga á Fram í kvöld.

Viðtalið við Erling má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner