Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 15. apríl 2024 23:05
Sölvi Haraldsson
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Erlingur í leiknum í kvöld.
Erlingur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hark í dag. Þetta var alls ekki okkar besti leikur. Ég held að það sé alveg hægt að segja að við vorum heppnir í dag að fá þrjú stig.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkings, eftir 1-0 iðnaðarsigur gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar áttu erfitt með að opna Framarana í kvöld.

Þeir voru mjög þéttir til baka og voru að beita skyndisóknum sem þeir gerðu vel. Við fundum engar lausnir á því.

Dómari leiksins, Jóhann Ingi, þurfti að taka stórar ákvarðanir í kvöld sem eru án efa mjög vafasamar. Erlingur viðurkennir að boltinn hafi ekki farið í höndina á Alexi í markinu sem var tekið af Fram í fyrri hálfleik en hann telur að Fram hefði ekki átt að fá víti í seinni hálfleik.

Það er mikið búið að vera að tala um þetta mark sem þeir skoruðu. Mér skilst að það hafi ekki verið hendi en ég sá það ekki. En það er bara heppni. Síðan skilst mér að þetta hafi ekki verið víti í seinni hálfleik.

Erlingur er þá spurður út í dómarana í upphafi móts og hvernig honum finnst þessar áherslubreytingar hafa gengið.

Þetta er mjög spes verð ég að segja. Maður sýnir oft einhver viðbrögð eftir einhverja dóma og það er ekkert persónulegt við neina dómara, þetta gerist bara ósjálfrátt. Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smástund.

Ég veit ekki hvort línan sé óskýr en þetta er bara full hart.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkinga, eftir iðnaðarsigur Víkinga á Fram í kvöld.

Viðtalið við Erling má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner