Newcastle United er búið að festa kaup á Lewis Hall sem hefur verið hjá félaginu á lánssamningi frá Chelsea á tímabilinu.
Newcastle borgar 28 milljónir punda fyrir Hall, sem er 19 ára gamall og leikur ýmist sem vinstri bakvörður eða miðjumaður.
Newcastle fékk Hall lánaðan síðasta haust og í lánssamningnum var sérstakt kaupákvæði sem virkjaðist sjálfkrafa eftir 4-0 sigur gegn Tottenham um helgina.
Sigurinn gegn Tottenham gerði það að verkum að Newcastle getur ekki endað neðar en í 14. sæti úrvalsdeildarinnar, sem virkjaði ákvæðið í samningi Hall.
Kaupverðið, 28 milljónir punda, getur hækkað upp í 35 milljónir með árangurstengdum aukagreiðslum.
Athugasemdir