Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   þri 15. apríl 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Delap gæti hafnað Man Utd
Delap í baráttunni við Harry Maguire.
Delap í baráttunni við Harry Maguire.
Mynd: EPA
Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town, gæti hafnað Manchester United í sumar.

Þetta kemur fram á Daily Express í dag.

Man Utd hefur mikinn áhuga á Delap og segir sagan að félagið hafi sett hann efstan á óskalista sinn fyrir sóknarmenn í sumar.

En eftir því sem Express kemst næst, þá vill Delap helst af öllu spila í Evrópu. Arsenal og Chelsea eru hans efstu kostir.

Það er möguleiki á að Man Utd spili í Evrópu á næsta tímabili en til þess að það gerist, þá þarf liðið að vinna Evrópudeildina.

Delap verður með 30 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum þegar Ipswich verður formlega fallið úr úrvalsdeildinni.

Delap hefur fengið verðskuldað lof fyrir sína frammistöðu síðan hann yfirgaf Manchester City og er með 12 mörk í 33 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner