 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Það er mjög mikilvægt að byrja tímabilið á sigri," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir 6-1 sigur gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í dag.
Blikar settu tóninn snemma í leiknum og voru 5-0 yfir eftir rúman hálftíma. „Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar var til fyrirmyndar. Við stjórnuðum leiknum, sköpuðum færi og vorum agaðar."
                
                                    Blikar settu tóninn snemma í leiknum og voru 5-0 yfir eftir rúman hálftíma. „Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar var til fyrirmyndar. Við stjórnuðum leiknum, sköpuðum færi og vorum agaðar."
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 1 Stjarnan
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er mætt aftur í Kópavoginn og hún gerði tvö mörk í dag.
„Það var gott fyrir Berglindi að skora fyrstu tvö mörk sín á tímabilinu. Heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða hjá öllu liðinu," sagði Nik.
Þetta er góð byrjun á tímabilinu hjá Blikum sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum. „Næsti leikur gegn Þrótti verður mjög erfiður. Það var gott að ná í þrjú stig í dag og núna höldum við áfram."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        




















 
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
