Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 15. maí 2019 16:28
Elvar Geir Magnússon
Verður Lampard ráðinn stjóri Chelsea í stað Sarri?
Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Chelsea hafi ákveðið að gera stjóraskipti í sumar og að Frank Lampard verði ráðinn í stað Maurizio Sarri.

Lampard, sem er nú stjóri Derby, er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Chelsea. Hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum fyrir Chelsea og vann þrjá Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina.

Á heildina litið hefur fyrsta tímabil Sarri hjá Chelsea verið gott. Liðið hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem leikið verður gegn Arsenal í lok mánaðarins.

Lampard stýrir Derby í seinni undanúrslitaleiknum gegn Leeds í umspili Championship-deildarinnar í kvöld. Leeds leiðir einvígið 1-0.
Athugasemdir
banner