Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. maí 2021 22:23
Victor Pálsson
Tuchel: Vonsviknir en ekki reiðir
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að hans menn séu vonsviknir en ekki reiðir eftir leik við Leicester í dag.

Chelsea mistókst að vinna FA bikarinn en Leicester hafði betur á Wembley með einu marki gegn engu.

Tuchel segir að heppnin hafi ekki verið með Chelsea í dag en liðið fékk einhver færi til að skora mörk.

„Við erum vonsviknir en ekki reiðir. Við vorum einfaldlega óheppnir í dag. Við höfum aldrei falið þá staðreynd að heppnin þarf að vera með þér," sagði Tuchel.

„Við vörðumst mjög vel og vorum aggressívir í pressunni, þeir fengu fáar skyndisóknir. Ég var mjög ánægður með vinnuframlag leikmann."

„Við töpuðum boltanum óþarflega mikið og ákvarðanatakan var ekki fullkomin. Við sköpuðum færi bæði tveir gegn tveimur og þrír gegn þremur en gerðum ekki eins vel og við eigum að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner