banner
   sun 15. maí 2022 18:18
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Stjörnunnar og Vals: Finsen byrjar - Aron Jó ekki með
Heimir Guðjónsson breytir ekki sigurliði.
Heimir Guðjónsson breytir ekki sigurliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fylgjumst við með leik Stjörnunnar og Vals í Bestu deildinni. Gómsætur leikur á Samsungvellinum.

Smelltu hér til að fara í þráðbeina textalýsingu frá leiknum

Stjarnan er með átta stig eftir fimm umferðir en liðið tapaði fyrir Breiðabliki í síðustu umferð 3-2. Það hefur verið gaman að horfa á leiki Stjörnunnar í upphafi móts, ungir leikmenn skinið skært og Emil Atlason verið funheitur við mark andstæðingana. Hann hefur skorað sex mörk og er markahæstur ásamt Ísaki Snæ Þorvaldssyni.

Tvær breytingar á byrjunarliði Stjörnunnar. Björn Berg Bryde og Ólafur Karl Finsen koma inn. Ísak Andri Sigurgeirsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason setjast á bekkinn. Óskar Örn Hauksson er áfram á bekknum og þar er einnig Daníel Finns Matthíasson sem kom frá Leikni á dögunum og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld.

Valsmenn eru í öðru sæti með þrettán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Ekkert lið hefur náð að vinna Val. Þeir rauðu kreistu fram sigra í fyrstu leikjunum en í síðustu umferð léku þeir á als oddi í seinni hálfleik gegn ÍA og unnu á endanum 4-0. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk og var valinn leikmaður umferðarinnar.

Heimir Guðjónsson breytir ekki sigurliði. Aron Jóhannsson er enn fjarverandi og er ekki í leikmannahópnum.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Ólafur Karl Finsen
19. Eggert Aron Guðmundsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde
29. Adolf Daði Birgisson

Byrjunarlið Vals:
1. Guy Smit (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Smelltu hér til að fara í þráðbeina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner