Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea tapað þremur bikarúrslitaleikjum í röð
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea tapaði þriðja bikarúrslitaleiknum í röð er liðið beið lægri hlut fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppninni á Wembley í gær.

Liverpool vann Chelsea 6-5 í vítaspyrnukeppninni þar sem Alisson Becker varði frá Mason Mount áður en Kostas Tsimikas tryggði Liverpool bikarinn.

Þetta var þriðji úrslitaleikurinn í röð sem Chelsea tapar en liðið tapaði fyrir Leicester á síðasta ári, 1-0, og svo Arsenal árið á undan, 2-1.

Chelsea er fyrsta liðið til að tapa þremur úrslitaleikjum í röð í keppninni síðan Newcastle United gerði það. Newcastle komst í úrslit árið 1974, 1998 og 1999 en tapaði þeim öllum.


Athugasemdir
banner
banner