Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. maí 2022 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lautaro Martinez hetjan gegn Cagliari
Mynd: Getty Images

Cagliari 1 - 3 Inter
0-1 Matteo Darmian ('25)
0-2 Lautaro Martinez ('51)
1-2 Charalampos Lykogiannis ('53)
1-3 Lautaro Martinez ('84)


Cagliari og Inter áttust við í síðasta leik dagsins á Ítalíu og var mikið í húfi fyrir bæði lið.

Það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og gestirnir óheppnir að vera aðeins einu marki yfir eftir að Matteo Darmian skallaði fyrirgjöf Ivan Perisic í netið, gott samstarf hjá vængbakvörðunum.

Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sigur Inter virtist aldrei í hættu. Lautaro Martinez tvöfaldaði forystuna í upphafi seinni hálfleiks og minnkaði Charalampos Lykogiannis muninn skömmu síðar.

Meira var ekki skorað þar til á 84. mínútu þegar Lautaro innsiglaði sigur Inter.

Inter er í öðru sæti, tveimur stigum eftir toppliði og erkifjendunum í AC Milan fyrir lokaumferðina. Milan á erfiðan útileik gegn Sassuolo á meðan Inter ætti ekki að hræðast yfirvofandi heimsókn frá Sampdoria.

Cagliari er aftur á móti í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina. Cagliari verður því að vinna útileik gegn botnliði Venezia til að eiga einhverja von um að halda sér uppi.


Athugasemdir
banner
banner
banner