Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 15. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfa að borga þó Hazard sé búinn að leggja skóna á hilluna
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chelsea mun fá 5 milljónir punda frá Real Madrid eftir að spænska stórveldið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Upphæðin er hluti af kaupum Real Madrid á Eden Hazard árið 2019. Chelsea fær upphæðina þrátt fyrir að Hazard sé búinn að leggja skóna á hilluna.

Hazard var seldur til Real Madrid fyrir í heildina 130 milljón punda pakka en 40 milljónir punda af því voru árangurstengdar greiðslur.

Hazard lagði skóna á hilluna síðasta sumar og rifti þá samningi sínum við Real Madrid í leiðinni, en hann átti hörmulegan tíma í spænsku höfuðborginni og var mikið meiddur. Þrátt fyrir að skórnir séu komnir upp á hillu þá standa ákvæði í kaupsamniningnum á milli félaganna enn.

Þessi upphæð sem Chelsea fær mun hjálpa félaginu að einhverju leyti að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner