Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mið 15. júní 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Var gjörsamlega geggjaður
Arnar Sigþórsson (ÍH)
Mynd: FH
Leikmaður sjöttu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport - er Arnar Sigþórsson leikmaður ÍH.

Arnar er 21 árs FH-ingur sem var á lán hjá Þrótti Vogum fyrri hluta síðasta tímabils en lék svo með ÍH seinni hlutann. Hann er aftur á láni hjá ÍH á þessu tímabili og hefur skorað fimm mörk í sex deildarleikjum.

Hann er valinn leikmaður umferðarinnar fyrir frábæra frammistöðu gegn Augnabliki þar sem hann skoraði þrennu í fyrsta sigri ÍH á tímabilinu.

„Skorar þrennu og á stoðsendingu á átján mínútna kafla. Frábær í leiknum og illviðráðanlegur fyrir leikmenn Augnabliks. Mér finnst hann svo góður í fótbolta en hann þarf að passa að vera ekki svona pirraður stundum. Hann lætur stundum skapið hafa of mikil áhrif á sjálfan sig, missir einbeitinguna á því sem hann á að vera gera. Hann gerði það svo sannarlega ekki í þessum leik og var gjörsamlega geggjaður," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum

Sjöunda umferðin:
miðvikudagur 15. júní
19:15 KH-ÍH (Valsvöllur)

fimmtudagur 16. júní
18:00 Augnablik-Kári (Fífan)
19:15 Dalvík/Reynir-Kormákur/Hvöt (Dalvíkurvöllur)
19:15 Vængir Júpiters-Víðir (Fjölnisvöllur - Gervigras)

laugardagur 18. júní
13:00 Elliði-KFS (Fylkisvöllur)
14:00 KFG-Sindri (Samsungvöllurinn)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
Ástríðan - 6. umferð - Línur skýrast aldrei í 3. deild og Ægir fékk á sig mark
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner