Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. júní 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
Reiði hjá Sevilla eftir að meiðsli Kounde ágerðust
Jules Kounde, 23 ára, í upphitun með franska landsliðinu.
Jules Kounde, 23 ára, í upphitun með franska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Innan Sevilla eru menn reiðir út í varnarmanninn Jules Kounde sem fór meiddur í landsliðsverkefni en meiðslin setja mögulega sölu til Chelsea í sumar í uppnám.

Meiðsli Kounde ágerðust í landsliðsglugganum og hann entist bara í fyrri hálfleik þegar Frakkland tapaði 1-0 gegn Króatíu í Þjóðadeildinni.

Hann gekkst undir aðgerð í gær en hún er sögð minniháttar.

Forráðamenn Sevilla eru pirraðir út í Kounde fyrir að setja mögulega 69 milljóna punda sölu til Chelsea í hættu. Þeir vonast þó enn til þess að gengið verði frá sölunni.

Chelsea þarf að fá inn miðvörð eftir að Antonio Rudiger og Andreas Christensen yfirgáfu félagið. Milan Skriniar hjá Inter er meðal varnarmanna sem hafa verið orðaðir við Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner