Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. júní 2022 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk þótti of hægur fyrir Palace - „Mér var boðið að fá hann fyrir 5 milljónir punda"
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: EPA
Neil Warnock, fyrrum stjóri Crystal Palace, nagar sig enn í handarbakið eftir að hafa misst af því að fá Virgil van Dijk frá Celtic fyrir nokkrum árum síðan.

Van Dijk er talinn einn og ef ekki besti miðvörður heims í dag undir stjórn Jürgen Klopp hjá Liverpool en nokkur lið fylgdust með honum þegar hann var að þróa leik sinn hjá Celtic fyrir sjö árum síðan.

Fjölmörg lið voru á höttunum eftir Van Dijk árið 2015 en hann hafði unnið skosku deildina með liðinu. Warnock bauðst að fá hollenska varnarmanninn fyrir 5 milljónir punda en hafnaði því.

„Virgil van Dijk er sá sem ég sé hvað mest eftir. Þegar ég var hjá Crystal Palace var mér boðið að fá hann fyrir 5 milljónir punda," sagði Warnock við Mirror.

„Yfirnjósnari Palace sagði við mig að hann væri of hægur þannig hann endaði hjá Southampton. Það er algjör synd því þó það vanti smá hraða í hann þá bætir hann það margfalt upp með þeim hæfileika að geta lesið leikinn," sagði Warnock ennfremur.

Van Dijk spilaði í tvö og hálft tímabil með Southampton áður en Liverpool keypti hann fyrir 75 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner