Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Selfoss ekki í vandræðum á Ólafsfirði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KF 1 - 3 Selfoss
0-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('48)
0-2 Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('55)
0-3 Jón Vignir Pétursson ('69, víti)
1-3 Anton Karl Sindrason ('90)

Topplið Selfoss heimsótti botnlið KF í fyrri leik dagsins af tveimur í 2. deild karla.

Staðan var markalaus í leikhlé en Selfyssingar tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Þorlákur Breki Þ. Baxter var þar á ferðinni með marki á 48. mínútu og tvöfaldaði Alfredo Sanabria forystuna skömmu síðar, áður en Jón Vignir Pétursson innsiglaði sigur gestanna úr vítaspyrnu.

Staðan var orðin 0-3 fyrir Selfoss með 20 mínútur til leiksloka og tókst heimamönnum á Ólafsfirði aðeins að skora eitt mark til að klóra í bakkann.

Anton Karl Sindrason var þar á ferðinni en markið kom alltof seint til að gefa KF einhverja von.

Selfoss er enn taplaust eftir sjö fyrstu umferðir tímabilsins, með 19 stig. KF er aðeins með þrjú stig.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 7 6 1 0 17 - 6 +11 19
2.    Víkingur Ó. 7 4 3 0 15 - 5 +10 15
3.    Völsungur 7 4 1 2 16 - 9 +7 13
4.    KFA 7 4 1 2 19 - 15 +4 13
5.    Ægir 7 3 3 1 13 - 8 +5 12
6.    Þróttur V. 7 3 1 3 8 - 13 -5 10
7.    Höttur/Huginn 7 2 3 2 14 - 16 -2 9
8.    Kormákur/Hvöt 7 2 2 3 7 - 8 -1 8
9.    Haukar 7 2 2 3 9 - 11 -2 8
10.    Reynir S. 7 1 1 5 8 - 21 -13 4
11.    KFG 7 1 0 6 6 - 10 -4 3
12.    KF 7 1 0 6 7 - 17 -10 3
Athugasemdir
banner
banner