29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 15. júní 2024 19:15
Sævar Þór Sveinsson
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag. Það er bara þannig.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-4 tap gegn Þór/KA á Samsungvellinum í dag þegar leikið var í 8. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Þær taka bara mjög fljótt yfir leikinn eða bara strax. Strax eiginlega finnst mér Akureyrarliðið vera yfir í leiknum þótt við skorum fyrsta markið. Við áttum sénsa á því að komast í gegnum þær eftir upphafsspyrnuna en nýttum okkur það ekki. Eftir það lágu þær á okkur þótt að við hefðum skorað þarna eftir aukaspyrnu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks skorar Þór/KA tvö mörk úr hornspyrnu.

Það verður bara misskilningur í fyrra horninu og annað hornið er svona einkennandi og lýsing á því hvað við vorum lin í návígum í leiknum yfir höfuð og það sýndi sig þarna að við náðum ekki að hreinsa í burtu og þá kom mark.

Annan leikinn í röð er Stjarnan með einungis sex leikmenn á bekk.

Já, það er því miður búið að vera töluvert af meiðslum. En við erum svona að fá þær til baka einhverjar en já það var svolítið tæpt. Ég held að það sé bara þannig hjá flestöllum liðum í deildinni. Það var spilað þétt fyrir landsleikjahléið í töluverðum kulda þannig ég held að þetta sé bara allsstaðar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner