Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 15. júní 2024 19:03
Sævar Þór Sveinsson
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti Þór/KA í dag þar sem Akureyrarliðið bar sigur úr býtum með fjórum mörkum gegn einu. Sandra María Jessen náði stórum áfanga í dag þegar hún skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með komin með 101 mark í efstu deild. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Sandra var afar ánægð með það að hafa náð þessum áfanga.

Það er klárlega búið að vera markmiðið í ákveðinn tíma að ná þeirri tölu og bara rosa stolt af því að það hafi komið í dag ekki síst þegar sigurinn var svona.

Aðspurð að því hvaða mark sé eftirminnilegast hafði hún þetta að segja.

Ætli það hafi ekki verið þegar ég tryggði okkur Íslandsmeistaratitilinn árið 2017. Það stendur kannski mest upp úr. Auðvitað hafa verið mörg mikilvæg og mörg sem kannski hafa ekki beint skipt máli en það er alltaf gaman að skora.

Einnig var Sandra afar stolt af sínu liði í leiknum við Stjörnuna í dag.

Bara rosalega stolt af okkur. Þetta var erfiður útivöllur til að ná í þrjú stig á og mér fannst við stíga upp eftir því sem leið á leikinn og eiga mjög flottan seinni hálfleik þannig maður er stolt núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner