Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
   lau 15. júní 2024 19:03
Sævar Þór Sveinsson
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti Þór/KA í dag þar sem Akureyrarliðið bar sigur úr býtum með fjórum mörkum gegn einu. Sandra María Jessen náði stórum áfanga í dag þegar hún skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með komin með 101 mark í efstu deild. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Sandra var afar ánægð með það að hafa náð þessum áfanga.

Það er klárlega búið að vera markmiðið í ákveðinn tíma að ná þeirri tölu og bara rosa stolt af því að það hafi komið í dag ekki síst þegar sigurinn var svona.

Aðspurð að því hvaða mark sé eftirminnilegast hafði hún þetta að segja.

Ætli það hafi ekki verið þegar ég tryggði okkur Íslandsmeistaratitilinn árið 2017. Það stendur kannski mest upp úr. Auðvitað hafa verið mörg mikilvæg og mörg sem kannski hafa ekki beint skipt máli en það er alltaf gaman að skora.

Einnig var Sandra afar stolt af sínu liði í leiknum við Stjörnuna í dag.

Bara rosalega stolt af okkur. Þetta var erfiður útivöllur til að ná í þrjú stig á og mér fannst við stíga upp eftir því sem leið á leikinn og eiga mjög flottan seinni hálfleik þannig maður er stolt núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner