Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 15. júlí 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool boðið að kaupa á Kabak á stórum afslætti
Vilja ekki kaupa hann
Mynd: Getty Images
Schalke er að reyna að losa sig við miðvörðinn Ozan Kabak til að fá pening inn á reikninginn.

Samkvæmt Goal þá bauð þýska félagið Liverpool að kaupa Kabak á 8,5 milljónir punda. Liverpool ákvað að stökkva ekki á það og hafnaði boðinu.

Kabak var á láni hjá Liverpool seinni hluta síðustu leiktíðar. Liverpool festi kaup á miðverðinum Ibrahima Konate frá RB Leipzig eftir síðustu leiktíð og er því ekki að leita að öðrum miðverði.

Í lánssamningum var ákvæði um að Liverpool gæti keypt Kabak á 18 milljónir punda. Schalke hefur núna lækkað verðmiða sinn um tæplega 10 milljónir punda.

Það var talað um það í síðasta mánuði að Newcastle og Leicester hefðu áhuga á Kabak.

Hann spilaði 13 leiki með Liverpool á síðustu leiktíð en mun að öllum líkindum ekki snúa aftur á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner