Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fim 15. júlí 2021 22:24
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús: Góður taktur í þessu hjá okkur
6-1 sigur!
Lengjudeildin
Magnús Már og Enes Cogic þjálfarar Aftureldingar
Magnús Már og Enes Cogic þjálfarar Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Afturelding tók á móti Víkingi Ólafsvík í kvöld í 12.umferð Lengjudeildarinnar.

Eftir að hafa lent 0-1 undir settu heimamenn í næsta gír og unnu að lokum stórsigur, 6-1. Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, var sáttur í leikslok.

Lestu um leikinn: Afturelding 6 -  1 Víkingur Ó.

„Jú auðvitað, við fengum mark á okkur snemma leiks og manni stendur ekkert á sama. Við vorum búnir að byrja leikinn af ágætis krafti og svo fá þeir hornspyrnu og skora úr henni. Þetta var samt mjög snemma leiks og strákarnir ekki þekktir fyrir að gefast upp," sagði Magnús meðal annars um byrjun leiksins.

Magnús var meðvitaður um fína frammistöðu Víkings að undanförnu og því var leikplanið eftir því.

„Við fórum yfir það hvað þyrfti að varast í þeirra leik og mér fannst strákarnir loka vel á það," sagði Magnús.

Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan. Þar talar hann meðal annars um stöðuna á hópnum en það eru breytingar framundan í Mosfellsbænum.
Athugasemdir
banner