Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 15. júlí 2021 17:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saka tjáir sig í fyrsta sinn - „Ástin mun alltaf sigra"
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega eftir að hann klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu í úrslitaleik EM.

Saka, sem er 19 ára gamall, var sá fimmti á punktinn hjá Englendingum í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu. Pressan var rosalega og Gianluigi Donnarumma varði frá honum.

Ítalía varð Evrópumeistari en Saka, og liðsfélagar hans, urðu fyrir kynþáttafordómum eftir tapið.

Saka birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann þakkaði fyrir stuðninginn. Hann segir að það hafi verið heiður að hafa verið hluti af þessum enska landsliðshópi og það hafi skipt öllu máli fyrir hann að komast í úrslitaleikinn með fjölskyldu sína í stúkunni.

„Það eru engin orð sem lýsa því hversu svekktur ég var með úrslitin og vítaspyrnuna," segir Saka og bætti við: „Við munum gera allt svo að þessi kynslóð viti hvernig tilfinning það er að sigra."

„Ég lofa ykkur því að ég mun ekki láta þetta augnablik eða neikvæðnina sem ég fengið, brjóta mig."

Saka skaut líka á Facebook, Twitter og Instagram fyrir að gera ekki nægilega mikið til þess að stöðva fordóma og ljót skilaboð.

„Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta eða annars staðar... ástin mun alltaf sigra."

Hér að neðan má lesa færsluna í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner