Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. ágúst 2020 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild : KFR skoraði þrettán á Snæfellsnesi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þremur leikjum er lokið í 4. deildinni í dag. Þar skoraði KFR þrettán mörk á Snæfellsnesi í B-riðli.

Aron Daníel Arnalds lék á alls oddi og skoraði sex mörk í leiknum. Kacper Bielawski, Ævar Már Viktorsson og Kristinn Ásgeir Þorbergsson gerðu þá tvennu hvor og er KFR komið yfir Kormák/Hvöt á toppi riðilsins. Snæfell er áfram á botninum, með eitt stig.

Í A-riðli hafði KFS betur gegn ÍH í toppbaráttunni. Heimamenn leiddu í Hafnarfirði þar til Gunnari Heiðari Þorvaldssyni var skipt inn á 70. mínútu, en hann skoraði mínútu síðar og jafnaði leikinn.

Hallgrímur Þórðarson kom KFS yfir og var mikil spenna undir lokin en það voru gestirnir úr Vestmannaeyjum sem sátu uppi sem sigurvegarar þökk sé tvennu frá Karli Jóhanni Örlygssyni.

KFS er með fjögurra stiga forystu á toppi A-riðils. ÍH er í þriðja sæti, sjö stigum eftir KFS.

Uppsveitir og Léttir mættust einnig en það vantar upplýsingar úr leiknum.

A-riðill:
ÍH 1 - 4 KFS
1-0 Garðar Ingi Leifsson ('30)
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('71)
1-2 Hallgrímur Þórðarson ('74)
1-3 Karl Jóhann Örlygsson ('86)
1-4 Karl Jóhann Örlygsson ('90)

Uppsveitir - Léttir

B-riðill:
Snæfell 0 - 13 KFR
0-1 Aron Daníel Arnalds ('5)
0-2 Aron Daníel Arnalds ('7, víti)
0-3 Ævar Már Viktorsson ('13)
0-4 Helgi Valur Smárason ('19)
0-5 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('21)
0-6 Aron Daníel Arnalds ('25)
0-7 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('37, víti)
0-8 Ævar Már Viktorsson ('45)
0-9 Aron Daníel Arnalds ('50)
0-10 Aron Daníel Arnalds ('55)
0-11 Kacper Bielawski ('77)
0-12 Aron Daníel Arnalds ('80)
0-13 Kacper Bielawski ('89)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöflurnar að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner