Heimild: Vísir.is
Liverpool er búið að skora fyrsta mark tímabilsins en þar var að verki Hugo Ekitike.
Ekitike gekk til liðs við félagið frá Frankfurt í sumar og skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.
Ekitike gekk til liðs við félagið frá Frankfurt í sumar og skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.
Hann hefur nú opnað markareikninginn í úrvalsdeildinni en hann skoraði fyrsta markið á tímabilinu.
Alexis Mac Allister átti sendingu á Ekitike og hann fór á ferðina. Boltinn fór af Senesi og aftur til Ekitike sem var sloppiinn í gegn og setti boltann framhjá Djordje Petrovic í marki Bournemouth.
Liverpool er með 1-0 forystu í hálfleik.
Það kom upp leiðindar atvik í fyrri hálfleiknum þar sem Anthony Talyor, dómari leiksins þurfti að stöðva leikinn þar sem Antonie Semenyo, leikmaður Bournemouth, tilkynntii um rasisma úr stúkunni.
Athugasemdir