Hugo Ekitike átti draumabyrjun fyrir Liverpool í kvöld en hann skoraði í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni á Anfield.
Ekitike gekk til liðs við félagið frá Frankfurt í sumar og hann kom liðinu yfir í 4-2 sigri gegn Bournemouth í kvöld. Hann tileinkaði Diogo Jota sigurinn.
Ekitike gekk til liðs við félagið frá Frankfurt í sumar og hann kom liðinu yfir í 4-2 sigri gegn Bournemouth í kvöld. Hann tileinkaði Diogo Jota sigurinn.
„Þetta var góð frammistaða, ég hefði getað gert betur. Aðalatriðið er að við unnum og hugarfarið sem við sýndum. Við vildum vinna fyrir fólkið sem mætti hingað í kvöld og Diogo Jota. Við gerðum það, ég er ánægður fyrir hönd allra," sagði Ekitike.
„Ég þarf að gera margt betur. Ég hjálpaði liðinu, ég get gert margt. Ég breytti um leikstíl til að geta spilað hérna. Þetta er öðruvísi fótbolti, meiri áræðni. Varnarmennirnir eru sterkari og það er lítið pláss til að vinna með. Ég fékk miklu meira pláss í Þýskalandi."
Athugasemdir