Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar skoraði í mögnuðum endurkomusigri - Kristall á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson var á skotskónum í fyrstu umferð deildarkeppninnar í Katar í kvöld. Aron spilar með Al-Gharafa en liðið lenti tveimur mörkum undir gegn Umm Salal.

Joselu, fyrrum leikmaður Newcastle og Real Madrid, minnkaði muninn fyrir Al-Gharafa. Aron skoraði þriðja mark liðsins með skoti við vítateigslínuna eftir að hafa unnið boltann á miðjunni. Leiknum lauk með 4-2 sigri.

Kristall Máni Ingason skoraði fyrra mark Sonderjyske gegn Frederica í 4-2 tapi í dönsku deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í fimm mínútur þegar hann skoraði. Daníel Freyr Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Frederica en hann hefur verið að kljást við meiðsli.

Daníel Ingi Jóhannesson var ónotaður varamaður þegar Nordsjælland tapaði 3-1 gegn FC Kaupmannahöfn. Nordsjælland er á botninum með 3 stig eftir fimm umferðir. Sonderjyske er með fjögur stig og Frederica sjö stig.

Nóel Atli Arnórsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Álaborg tapaði 2-0 gegn Horsens í næst efstu deild í Danmörku. Breki Baldursson kom inn á í blálokin í 5-1 sigri Esbjerg gegn B.93.

Ólafur Dan Hjaltason er tvítugur Íslendingur sem er uppalinn í Danmörku. Hann leikur með Aarhus Fremad í næst efstu deild. Hann var í byrjunarliðinu í 2-0 tapi gegn Hvidovre. Aarhus Fremad er í 10. sæti með fjögur stig eftir fimm umferðir, Álaborg er í 8. sæti með fimm stig og Esbjerg er í 3. sæti með 9 stig.

Danijel Dejan Djuric kom inn á sem varamaður en Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli Istra gegn Vukovar í 3. umferð króatísku deildarinnar. Istra er með tvö stig í 6. sæti.

Daníel Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Cracovia sem vann Widzew Lodz í pólsku deildinni. Cracovia er í 2. sæti með 10 stig eftir 5 umferðir.

Helgi Fróði Ingason spilaði fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Helmond gegn Waalwijk í 1-1 jafntefli í 2. umferð í næst efstu deild í Hollandi. Liðið er með eitt stig.
Athugasemdir
banner