Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 15. september 2020 20:03
Gunnar Karl Haraldsson
Binni Skúla: Vorum með einn 15 ára, einn meiddan og einn í viðbót á bekknum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur, náðum varla í lið . Vorum með einn fimmtán ára á bekknum, einn meiddan og einn í viðbót. Ég er hrikalega ánægður með úrslitin í dag," sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis F., eftir jafntefli gegn ÍBV í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Leiknir F.

Leiknir var eins og Binni segir með þrjá varamenn á bekknum. Binni gerði engar skiptingar í leiknum. Hafði hann engin tök á því?

„Nei eiginlega ekki. Þetta virkaði - gekk upp."

Leiknir jafnaði við Þrótt í 10. sætinu í deildinni, Þróttarar eru með betri markatölu og eiga leik til góða. Er Binni sáttur með stöðuna á liðinu?

„Nei. Ég get ekki sagt að ég sé ánægður, ætluðum okkur ekki að vera í botnbaráttu en við hljótum að eiga skilið að vera á þessum stað. Við erum búnir að vera okkur sjálfum verstir í sumar."

Er Binni sáttur með að hafa haldið út í dag þrátt fyrir að ÍBV hafi fengið frekar mörg færi í leiknum.

„Þeir fengu nokkur hálffæri í leiknum, eru þetta ekki bara sanngjörn úrslit," sagði Binni og glotti.

Nánar er rætt við Binna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner