„Það var ákefð og vilji til að vinna leikinn," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, aðspurður að því hvaði hefði búið til sigurinn gegn Aftureldingu í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 8 - 0 Afturelding
Lokatölur voru 8-0; ekki tölur sem margir hefði búist við fyrir leikinn - svo sannarlega ekki.
Það var ekkert undir í þessum leik en Gústi segir að leikurinn hafi samt verið lagður upp sem úrslitaleikur.
„Þetta var hálfgerður úrslitaleikur þó leikurinn hafi ekki skipt öllu máli. Að halda núlli og vinna 8-0 er með ólíkindum. Hrikalegt hrós til leikmannana sem tóku þátt í leiknum. Mér fannst Afturelding aðeins ólíkir sjálfum sér. Ég vil samt hrósa Aftureldingu fyrir sumarið því þeir hafa verið gríðarlega flottir og spila flottan fótbolta."
Pétur Theódór skoraði fernu í dag. Gústi, sem er að hætta með Gróttu eftir tímabilið, segir að hann hefði getað skorað tíu mörk í dag. Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir