Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. september 2022 14:36
Elvar Geir Magnússon
Heimta að Allegri verði rekinn - „Ætlar þú að borga fyrir það?“
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Maurizio Arrivabene ræðir málin við Pavel Nedved.
Maurizio Arrivabene ræðir málin við Pavel Nedved.
Mynd: EPA
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, segist vera hluti af lausnininni á vandamálum liðsins. Margir stuðningsmenn Juve hafa kallað eftir því að Allegri verði rekinn og kassamerkið #Allegriout eða 'Allegri burt' er vinsælt á samfélagsmiðlum.

Juventus tapaði 2-1 gegn Benfica í Meistaradeildinni í gær og hefur nú tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni.

Liðið hefur aðeins unnið tvo af átta í öllum keppnum og er fjórum stigum á eftir efstu liðum ítölsku A-deildarinnar. Pressan á Allegri eykst.

Eftir tapið gegn Benfica var Allegri spurður að því hvort hann væri hluti af vandamálinu eða lausninni á vandamálinu?

„Mér finnst ég vera hluti af lausninni, ég verð að finna lausnina. Þegar ég tók aftur við liðinu vissi ég að það tæki tíma að byggja það aftur. Þessi töp eru pirrandi en það er tilgangslaust að tala of mikið núna, liðið þarf að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni," sagði Allegri.

Stuðningsmaður Juventus kom upp að Maurizio Arrivabene, framkvæmdastjóra félagsins, og sagði honum að skipta Allegri út. Arrivabene svaraði í gríni: „Ætlar þú að borga fyrir það?".

Öllu gríni fylgir einhver alvara en það yrði gríðarlega dýrt fyrir Juventus að reka Allegri. Hann gerði fjögurra ára samning í fyrra að verðmæti 7,5 milljónum evra á ári. Búist er við því að Juventus tilkynni um 250 milljóna evra tap fyrir síðasta fjárhagsár.
Athugasemdir
banner