Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   fim 15. september 2022 12:22
Fótbolti.net
Völdu stjörnuliðin tvö - Hvort liðið er sterkara?
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Man Utd
Klopp stýrir norðrinu.
Klopp stýrir norðrinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Todd Boehly, eigandi Chelsea, kastaði fram þeirri áhugaverðu hugmynd fyrr í þessari viku að hafa stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni - að amerískri fyrirmynd þar sem norðrið mætir suðrinu.

Boehly á einnig hlut í hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers og NBA körfuboltafélaginu Lakers.

Hann hefur viðrað hugmynd sína við kollega sína í ensku úrvalsdeildinni.

Það eru ekki allir sammála um að þetta sé góð hugmynd, en hún er áhugaverð og það er skemmtilegt að pæla í henni. Því ákváðu Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Sæbjörn Þór Steinke að setja upp sín stjörnulið í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær. Gummi tók að sér að velja fyrir norðrið og Sæbjörn fyrir suðrið.

„Ég dró stutta stráið," sagði Sæbjörn áður en liðin voru valin í þættinum.

Svona var þessu skipt:



Eina reglan var sú að það mátti mest velja þrjá leikmenn úr hverju liði fyrir sig. Báðir stilltu þeir upp í 4-3-3 en hér fyrir neðan má sjá útkomuna.

Norðrið


Suðrið


Hvort liðið myndi vinna? Hægt er að hlusta á umræðuna í þættinum hér fyrir neðan.


Enski boltinn - Norðrið gegn suðrinu í stjörnuleik
Athugasemdir
banner
banner