Brahim Diaz fékk tækifæri í byrjunarliði Real Madrid þegar liðið lagði Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad í gær.
Þetta var hins vegar stutt gaman fyrir hann þar sem hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir 25 mínútna leik.
Hann verður líklega frá næstu átta vikurnar. Hann gæti snúið aftur í nóvember en Madrídar liðið getur verndað hann vel þar sem tvö landsleikjahlé eru væntanleg á þessum tíma.
Hann mun fara í frekari rannsóknir í næstu viku.
Real Madrid er í 2. sæti með 11 stig eftir fimm umferðir en liðið er stigi á eftir Barcelona sem á leik til góða gegn Girona í dag.
Athugasemdir