Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 15. september 2024 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög svekktur með þetta tap, það var algjör óþarfti að tapa þessum leik."  Sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn ÍA á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

„Mér fannst við spila nokkuð vel. Ég held þeir skapi eitt færi allan leikinn, fyrir utan þetta mark, sem að Stubbur (Steinþór Már Auðunsson) varði vel. Virkilega svekktur með að fá þetta mark á mig, þetta er eftir horn og við bara ráðumst ekki á boltan og Rúnar skorar. Fyrir utan það fannst mér við hafa fulla stjórn á leiknum, við spiluðum vel úr vörninni og mér fannst við halda þeim frá mörgu. Skagamenn eru virkilega góðir í að vera beinskeyttir, setja langan upp og við höndluðum það bara ótrúlega vel. Við sköpuðum nokkur færi en við hefðum kannski átt að skapa aðeins meira, en svekktur með tapið. Ég veit ekki hvort við áttum skilið að vinna leikinn en við áttum alls ekki skilið að tapa."

KA hefur ekki mikið að spila fyrir í deildinni þar sem þeir eru staðfestir í neðri hlutanum en eru langt frá fall sæti. Það gæti því verið erfitt að mótivera menn fyrir deildarleiki.

„Menn eru bara mótiveraðir þegar það er vika í risa leik. Það er vika í leik sem við ætlum okkur að vinna, það er vika í leik sem við getum skrifað söguna fyrir KA, við getum unnið bikarinn í fyrsta skipti. Við erum að fara þangað í annað sinn í röð sem er mjög gott, það gefur okkur mikið að hafa prófað þetta áður. Flestir menn eru ekki að prófa þetta í fyrsta skiptið og við erum búnir að vera spila frekar stóra leiki undanfarin ár. Þannig að ég þarf ekkert að mótivera menn, menn bara mæta og gera sitt besta því að alvöru sigurvegarar þeir finna sér ástæðu til að gera sitt besta og vinna fótbolta leiki. Mér fannst ekkert vanta upp á það í dag, þetta er ein hornspyrna sem að, ég veit ekki hvort menn blinduðust af sólinni en Rúnar skorar flott mark, en hann er ekki stæstur í heimi og var aleinn fyrir framan mitt markið. Ég er svekktur með það en frammistaðan í leiknum var góð."

KA er að fara spila bikarúrslitaleik á laugardaginn þar sem þeir mæta Víkingum. Eins og Hallgrímur bendir á hér fyrir ofan er þetta tækifæri fyrir KA að vinna bikarinn í fyrsta skipti í sinni sögu.

„Mér líst bara mjög vel á leikinn, þetta eru bara tvö frábær lið. Víkingur sem er búið að gera vel og við erum búnir að spila við þá 3 leiki á þessu ári sem hafa verið mjög jafnir. Við unnum þá síðast heima og héldum hreinu á móti þeim. Þannig við erum bara að fara til þess að vinna þennan leik, við ætlum að fara með bikarinn norður það er klárt mál og við erum svo sannarlega tilbúnir í það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner