Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 15. september 2024 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög svekktur með þetta tap, það var algjör óþarfti að tapa þessum leik."  Sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn ÍA á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

„Mér fannst við spila nokkuð vel. Ég held þeir skapi eitt færi allan leikinn, fyrir utan þetta mark, sem að Stubbur (Steinþór Már Auðunsson) varði vel. Virkilega svekktur með að fá þetta mark á mig, þetta er eftir horn og við bara ráðumst ekki á boltan og Rúnar skorar. Fyrir utan það fannst mér við hafa fulla stjórn á leiknum, við spiluðum vel úr vörninni og mér fannst við halda þeim frá mörgu. Skagamenn eru virkilega góðir í að vera beinskeyttir, setja langan upp og við höndluðum það bara ótrúlega vel. Við sköpuðum nokkur færi en við hefðum kannski átt að skapa aðeins meira, en svekktur með tapið. Ég veit ekki hvort við áttum skilið að vinna leikinn en við áttum alls ekki skilið að tapa."

KA hefur ekki mikið að spila fyrir í deildinni þar sem þeir eru staðfestir í neðri hlutanum en eru langt frá fall sæti. Það gæti því verið erfitt að mótivera menn fyrir deildarleiki.

„Menn eru bara mótiveraðir þegar það er vika í risa leik. Það er vika í leik sem við ætlum okkur að vinna, það er vika í leik sem við getum skrifað söguna fyrir KA, við getum unnið bikarinn í fyrsta skipti. Við erum að fara þangað í annað sinn í röð sem er mjög gott, það gefur okkur mikið að hafa prófað þetta áður. Flestir menn eru ekki að prófa þetta í fyrsta skiptið og við erum búnir að vera spila frekar stóra leiki undanfarin ár. Þannig að ég þarf ekkert að mótivera menn, menn bara mæta og gera sitt besta því að alvöru sigurvegarar þeir finna sér ástæðu til að gera sitt besta og vinna fótbolta leiki. Mér fannst ekkert vanta upp á það í dag, þetta er ein hornspyrna sem að, ég veit ekki hvort menn blinduðust af sólinni en Rúnar skorar flott mark, en hann er ekki stæstur í heimi og var aleinn fyrir framan mitt markið. Ég er svekktur með það en frammistaðan í leiknum var góð."

KA er að fara spila bikarúrslitaleik á laugardaginn þar sem þeir mæta Víkingum. Eins og Hallgrímur bendir á hér fyrir ofan er þetta tækifæri fyrir KA að vinna bikarinn í fyrsta skipti í sinni sögu.

„Mér líst bara mjög vel á leikinn, þetta eru bara tvö frábær lið. Víkingur sem er búið að gera vel og við erum búnir að spila við þá 3 leiki á þessu ári sem hafa verið mjög jafnir. Við unnum þá síðast heima og héldum hreinu á móti þeim. Þannig við erum bara að fara til þess að vinna þennan leik, við ætlum að fara með bikarinn norður það er klárt mál og við erum svo sannarlega tilbúnir í það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner