Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   sun 15. september 2024 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög svekktur með þetta tap, það var algjör óþarfti að tapa þessum leik."  Sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn ÍA á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

„Mér fannst við spila nokkuð vel. Ég held þeir skapi eitt færi allan leikinn, fyrir utan þetta mark, sem að Stubbur (Steinþór Már Auðunsson) varði vel. Virkilega svekktur með að fá þetta mark á mig, þetta er eftir horn og við bara ráðumst ekki á boltan og Rúnar skorar. Fyrir utan það fannst mér við hafa fulla stjórn á leiknum, við spiluðum vel úr vörninni og mér fannst við halda þeim frá mörgu. Skagamenn eru virkilega góðir í að vera beinskeyttir, setja langan upp og við höndluðum það bara ótrúlega vel. Við sköpuðum nokkur færi en við hefðum kannski átt að skapa aðeins meira, en svekktur með tapið. Ég veit ekki hvort við áttum skilið að vinna leikinn en við áttum alls ekki skilið að tapa."

KA hefur ekki mikið að spila fyrir í deildinni þar sem þeir eru staðfestir í neðri hlutanum en eru langt frá fall sæti. Það gæti því verið erfitt að mótivera menn fyrir deildarleiki.

„Menn eru bara mótiveraðir þegar það er vika í risa leik. Það er vika í leik sem við ætlum okkur að vinna, það er vika í leik sem við getum skrifað söguna fyrir KA, við getum unnið bikarinn í fyrsta skipti. Við erum að fara þangað í annað sinn í röð sem er mjög gott, það gefur okkur mikið að hafa prófað þetta áður. Flestir menn eru ekki að prófa þetta í fyrsta skiptið og við erum búnir að vera spila frekar stóra leiki undanfarin ár. Þannig að ég þarf ekkert að mótivera menn, menn bara mæta og gera sitt besta því að alvöru sigurvegarar þeir finna sér ástæðu til að gera sitt besta og vinna fótbolta leiki. Mér fannst ekkert vanta upp á það í dag, þetta er ein hornspyrna sem að, ég veit ekki hvort menn blinduðust af sólinni en Rúnar skorar flott mark, en hann er ekki stæstur í heimi og var aleinn fyrir framan mitt markið. Ég er svekktur með það en frammistaðan í leiknum var góð."

KA er að fara spila bikarúrslitaleik á laugardaginn þar sem þeir mæta Víkingum. Eins og Hallgrímur bendir á hér fyrir ofan er þetta tækifæri fyrir KA að vinna bikarinn í fyrsta skipti í sinni sögu.

„Mér líst bara mjög vel á leikinn, þetta eru bara tvö frábær lið. Víkingur sem er búið að gera vel og við erum búnir að spila við þá 3 leiki á þessu ári sem hafa verið mjög jafnir. Við unnum þá síðast heima og héldum hreinu á móti þeim. Þannig við erum bara að fara til þess að vinna þennan leik, við ætlum að fara með bikarinn norður það er klárt mál og við erum svo sannarlega tilbúnir í það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner