Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. október 2020 20:30
Victor Pálsson
Tomori útskýrir hvað gerðist á gluggadeginum
Mynd: Getty Images
Fikayo Tomori, leikmaður Chelsea, hefur útskýrt af hverju hann gekk ekki í raðir West Ham á lokadegi félagaskiptagluggans í byrjun mánaðar.

Tomori er ekki fyrsti maður á blað hjá Chelsea og var nálægt því að skrifa undir eins árs langan lánssamning við West Ham.

West Ham var búið að semja við Chelsea um leikmanninn sem ákvað sjálfur á endanum að hafna boðinu.

„Ég var með markmið að byrja tímabilið eins og ég endaði það síðasta. Augljóslega geta hlutirnir breyst mjög hratt í fótbolta og ég vildi vera viss um að ég myndi taka úthugsaða ákvörðun sem væri best fyrir mig," sagði Tomori.

„Að lokum ákvað ég að vera um kyrrt, bæta mig, ná fleiri leikjum og öðlast reynslu. Ég vil komast á sama stað og ég var á síðustu leiktíð."

„Ég ræddi mikið við umboðsmanninn minn til að fá á hreint hvað væri í gangi. Varðandi félagaskipti þá væri betra ef þau gerast ekki á lokasekúndunni. Það koma þó upp stöður þar sem þú þarft að taka ákvörðun fljótt."

„Þetta var ein af þeim stöðum en eins og þið vitið þá ákvað ég að vera um kyrrt að lokum."

Athugasemdir
banner
banner
banner