Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   sun 15. nóvember 2020 13:43
Ívan Guðjón Baldursson
Norðmenn ósáttir með ákvörðun ríkisstjórnarinnar
Noregur þurfti að gefa Þjóðadeildarleikinn sem átti að vera gegn Rúmeníu í gærkvöldi. Landsliðið mátti ekki ferðast til Rúmeníu því það var í sóttkví vegna smits í leikmannahópnum.

Norsku landsliðsmennirnir eru ósáttir með ákvörðun norskra heilbrigðisyfirvalda að veita þeim ekki undanþágu til að ferðast til Rúmeníu. Þeir skilja ekki ákvörðunina og benda á að þeir myndu fara með einkaflugi og takmarka þannig smithættu.

Stjórn knattspyrnusambandsins er einnig ósátt með ákvörðunina þar sem sambandið tapað talsverðum fjármunum á því að gefa leikinn gegn Rúmeníu. Norðmenn neyðast einnig til að gefa lokaleikinn gegn Austurríki og missa því af fyrsta tækifærinu til að tryggja sér sæti á HM 2022.

„Við skiljum að ástandið er erfitt bæði í Noregi og restinni af Evrópu en við fylgjum mjög ströngum reglum og gætum fyllstu aðgátar á öllum okkar ferðum," sagði Terje Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins.

„Norska knattspyrnusambandið telur að landsliðið hefði getað ferðast í leikinn án þess að brjóta Covid-reglur en ríkisstjórnin hafnaði beiðni okkar. Við erum ósammála þeirri ákvörðun en neyðumst til að virða óskir ríkisstjórnarinnar hversu skaðlegar sem þær kunna að vera fyrir landsliðið."

Stefan Johansen, Martin Ödegaard og Joshua King tjáðu sig einnig við fjölmiðla.

„Öll hin 54 landsliðin innan UEFA spila sína landsleiki í þessari viku nema við. Þessi ákvörðun bitnar á skamm- og langtímamarkmiðum norska landsliðsins og núna hefur okkur verið sagt að halda aftur til félagsliða okkar strax á morgun.

„Norska ríkisstjórnin samþykkir að við fljúgum heim með hinum ýmsu áætlunarflugum en vildi ekki leyfa okkur að fara með einkaflugi til Rúmeníu."

Athugasemdir
banner
banner
banner