Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 15. nóvember 2022 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juelsgaard: Veit ekki hvort Arnar hafi bara séð mig í bakverði
Í leik með Val í sumar.
Í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var til viðtals í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í gær. Þar var hann m.a. spurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum við danska varnarmanninn Jesper Juelsgaard.

Juelsgaard sagði í viðtali við Vísi í síðasta mánuði að ákvörðun Vals hefði komið sér á óvart. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu.Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög undrandi á þessu. Þetta var algjört áfall," sagði sá danski meðal annars.

„Hann er örugglega með þeim betri í fótbolta en þarna kemur hlaupagetan. Þegar maður horfir á þessa tvo þá var þessi hægra megin að hlaupa mun meira framávið. Hann er mjög sterkur á boltann og góður í fótbolta en fyrir mér ef þú ætlar að spila sem bakvörður verður að vera meiri hlaupageta. Það getur vel verið að hann fari í annað lið á Íslandi og standi sig frábærlega, þá er það bara eitthvað sem maður verður að kyngja," sagði Arnar.

Á tímabilinu lék Juelsgaard, sem er 33 ára gamall, bæði sem bakvörður og miðvörður. Fótbolti.net hafði samband við Juelsgaard í dag og spurði hann út í ummæli Arnars.

„Ég hef ekki mikið um þetta að segja. Ég lít á sjálfan mig sem leikmann sem getur spilað tvær stöður, og hef spilað miðvörð síðustu sex ár. Ég veit ekki hvort að hann sá bara þá fáu leiki sem ég spilaði sem bakvörður," sagði Juelsgaard.

Tímabilið 2020/21 með AGF, sem er félagið sem hann var í áður en Valur fékk hann í sínar raðir, lék hann aðallega sem miðvörður.

Hefur eitthvað íslenskt félag haft samband við þig og eru einhverjar líkur á því að þú spilir á Íslandi á næsta tímabili?

„Ég hef ekki heyrt neitt frá öðrum félögum, en eins og ég sagði í öðru viðtali, þá leið bæði mér og fjölskyldu minni vel hérna, og ég er ekki í neinni stöðu til að útiloka eitthvað," sagði sá danski.

Sjá einnig:
Útskýrir af hverju Valur rifti við Juelsgaard
„Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka"
Athugasemdir
banner
banner