Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 18:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk finnur til með Mane - „Verður mjög erfiður leikur"
Mynd: Getty Images

Holland mætir Senegal í sínum fyrsta leik á HM í Katar á mánudaginn. Þetta er fyrsta stórmót varnarmannsins Virgil van Dijk.


Hann missti af EM 2020 vegna meiðsla en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool, Senegalinn Sadio Mane, meiddist í síðasta leik Bayern Munchen fyrir HM í ár og missir af viðureigninni á mánudaignn.

Van Dijk heyrði í Mane þegar fréttirnar bárust.

„Auðvitað hef ég heyrt í honum. Ég finn til með honum fyrst og fremst. Ég er ekki er ekki ánægður með þetta, ég hef verið í þessum sporum sjálfur þar sem ég missti af EM. Við gerum allt til að komast hingað og hann er mjög mikilvægur fyrir sína þjóð," sagði Van Dijk.

„Ég veit fyrir víst að hann mun setja upp andlit en þetta er erfitt og ég finn til með honum. Ég vil bara segja honum að hvort hann spili eða ekki þá verður þetta mjög erfiður leikur. Við munum undirbúa okkur vel fyrir leikinn og allt mótið sem verður erfitt."

Holland mætir síðan Ekvador þann 25. nóvember og lýkur riðlakeppninni gegn heimamönnum 29. nóvember.


Athugasemdir
banner
banner