Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. desember 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Memphis og Reine-Adelaide slitu krossband
Memphis gæti misst af EM 2020.
Memphis gæti misst af EM 2020.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lyon er búið að staðfesta að Memphis Depay og Jeff Reine-Adelaide eru báðir búnir að slíta krossband.

Memphis hefur verið burðarstólpur Lyon á leiktíðinni og er búinn að draga liðið áfram frá því í haust. Reine-Adelaide hefur sýnt þokkalegar frammistöður og er hann búinn að spila 14 af 18 deildarleikjum liðsins.

Ástandið hjá Lyon er ekki sérlega gott þessa stundina þó félagið hafi komist upp úr riðli í Meistaradeildinni í síðustu viku, eftir 2-2 jafntefli gegn RB Leipzig.

Í Meistaradeildinni er Memphis kominn með 5 mörk í 5 leikjum. Í frönsku deildinni er hann með 9 í 13 leikjum.

Búist er við að framherjarnir verði báðir frá út tímabilið. Þeir gætu þó náð landsleikjasumrinu á næsta ári, þar sem Memphis freistar þess að fara með hollenska landsliðinu á EM og Reine-Adelaide með U21 liði Frakka.


Athugasemdir
banner
banner
banner