Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 15. desember 2020 14:24
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Salah er ekki meiddur, Firmino er ekki meiddur, Mane er ekki meiddur...
Jose Mourinho skaut á umræðuna á fréttamannafundi í dag.
Jose Mourinho skaut á umræðuna á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Getty Images
„Þetta er eðlilegt, meiðsli eru eðlilegur hluti af þessu," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sem gerði lítið úr umræðu um meiðslavandræði Liverpool.

Mourinho var á fréttamannafundi í aðdraganda stórleiksins gegn Liverpool sem verður annað kvöld. Hann segir að umræðan um meiðslalista Liverpool sé of mikil, meiðsli séu ekki að bitna neitt meira á Liverpool en öðrum félögum.

„Alisson er ekki meiddur, Alexander-Arnold er ekki meiddur, ég held að Matip muni spila, Fabinho er ekki meiddur, Robertson er ekki meiddur, Henderson er ekki meiddur, Wijnaldum er ekki meiddur, Salah er ekki meiddur, Firmino er ekki meiddur, Mane er ekki meiddur," sagði Mourinho.

„Van Dijk er meiddur og hann er auðvitað mjög góður leikmaður en gefið mér meiðslalista Liverpool og berið hann saman við þeirra besta byrjunarlið!"

„Ég get gefið ykkur lista með tíu meiðslum hjá Tottenham. Þetta er eðlilegt, meiðsli eru eðlileg. Öll félög glíma við meiðsli, þá og núna."

Talandi um meiðsli. Gareth Bale verður ekki með í stórleiknum annað kvöld en hér að neðan má sjá skemmtilegt myndskeið frá fréttamannafundinum í dag:


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner