Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 15. desember 2020 23:29
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Þarf engan snilling til að sjá muninn á liðinu
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var svekktur eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn nýliðum West Bromwich Albion í kvöld.

Guardiola segist hafa verið ánægður með spilamennsku sinna manna, sérstaklega í síðari hálfleik, en færanýtingin hafi einfaldlega klikkað. Hann telur vera gífurlegan mun á liðinu með og án Sergio Agüero, sem er nýbúinn að ná sér eftir fjögurra mánaða meiðsli.

„Þeir vörðust á mörgum mönnum og við áttum erfitt með að skapa okkur færi en það breyttist eitthvað í síðari hálfleik og við fengum hvert færið fætur öðru án þess að skora," sagði Guardiola að leikslokum.

„Við sköpuðum meira en nóg til að vinna leikinn, við áttum held ég 26 marktilraunir en boltinn vildi bara ekki fara í netið. Við höfum átt í vandræðum með færanýtinguna, það þarf engan snilling til að sjá muninn á liðinu þegar Sergio Aguero meiðist í fjóra mánuði.

„Það er slæmt að missa af þessum stigum, þetta var skyldusigur. Þú verður að vinna West Brom á heimavelli ef þú ætlar að berjast um Englandsmeistaratitilinn."


Það náðist myndband af því þegar Guardiola æsti sig gríðarlega mikið á hliðarlínunni og lét Anthony Taylor fjórða dómara heyra það. Hann var spurður hvað hafi verið í gangi.

„Ég sagði bara að fjórar mínútur væri líklega ekki nægur uppbótartími. Ef þú skoðar tafir og skiptingar í seinni hálfleik þá eru fjórar mínútur ekki nóg. En hann er stjórinn og tekur ákvarðanirnar."

Sjá einnig:
Myndband: Guardiola lét fjórða dómarann heyra það
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner