Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. desember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hver tekur gullskóinn á HM?
Mynd: EPA

Úrslitaleikur HM fer fram á sunnudaginn þar sem Argentína og Frakkland mætast.


Mikil barátta er um gullskóinn en fjórir leikmenn, tveir úr hvoru liði eiga góðan möguleika á því að næla sér í skóinn.

Lionel Messi er markahæstur með fimm mörk en Kylian Mbappe er með jafn mörg mörk en einni stoðsendingu minna sem þýðir að Messi myndi vinna gullskóinn.

Fari svo að Mbappe næli í stoðsendingu mun hann vinna gullskóinn með færri mínútur spilaðar á mótinu en hann var hvíldur gegn Túnis í lokaleik riðilsins.

Fjórir markahæstu leikmenn mótsins til þessa:

1. Lionel Messi, Argentína: 5 mörk, 3 stoðs., 570 spilaðar mínutur
2. Kylian Mbappe, Frakkland: 5 mörk, 2 stoðs., 477 spilaðar mínútur
3. Julian Alvarez, Argentína: 4 mörk, 0 stoðs., 364 spilaðar mínútur
4. Olivier Giroud, Frakkland: 4 mörk, 0 stoðs., 383 spilaðar mínútur


HM hringborðið - Þeir bestu leika til úrslita
Athugasemdir
banner
banner