Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. janúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Afríkukeppnin í janúar á næsta ári - Vont fyrir Liverpool
Mohamed Salah og Sadio Mane.
Mohamed Salah og Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Staðfest hefur verið að Afríkukeppnin á næsta ári fer fram 9.janúar-6. febrúar en ekki í júní og júlí eins og áætlað var.

Mótið fer fram í Kamerún og of heitt þykir í veðri yfir sumartímann þar til að halda mótið þá að sögn knattspyrnusambands Afríku.

Þetta er áfall fyrir nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn þar munu missa af nokkrum leikjum á næsta tímabili.

Liverpool er til að mynda með Mohamed Salah, Sadio Mane og Naby Keita innan sinna raða en þeir gætu allir farið í Afríkukeppnina með landsliðum sínum.

Arsenal gæti misst Pierre-Emerick Aubameyang og Nicolas Pepe og Manchester City gæti misst Riyad Mahrez svo dæmi séu tekin.
Athugasemdir
banner
banner
banner