mán 16. janúar 2023 08:55
Elvar Geir Magnússon
Chelsea til í að hlusta á tilboð í Sterling - Arsenal ætlar að styrkja sig
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Raphinha.
Raphinha.
Mynd: EPA
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Sterling, Raphinha, Neves, Fresneda, Henrique, Cantwell, Gerrard, og Moyes eru meðal þeirra sem eru í Powerade slúðurlestinni á þessum mánudagsmorgni.

Chelsea er tilbúið að hlusta á tilboð í enska sóknarleikmanninn Raheem Sterling (28) þrátt fyrir að hann hafi gengið í raðir félagsins síðasta sumar. (Football Insider)

Arsenal hefur haft samband við Barcelona til að athuga möguleika á að fá brasilíska vængmanninn Raphinha (26) og spænska framherjann Ferran Torres (22). (90min)

Arsenal hefur boðist að fá belgíska vængmanninn Leandro Trossard (28) sem mun væntanlega yfirgefa Brighton í þessum mánuði. (Independent)

Barcelona hefur sett 89 milljóna punda verðmiða á Raphinha, sem kom til félagsins frá Leeds síðasta sumar. (Sport)

Barcelona er tilbúið að fá Pierre-Emerick Aubameyang (33) aftur frá Chelsea en óttast að félagið megi það ekki samkvæmt reglum. (Telegraph)

Chelsea er tilbúið að eyða yfir 100 milljónum punda til viðbótar í þrjá leikmenn eftir að hafa gengið frá kaupum á úkraínska sóknarleikmanninum Mykhailo Mudryk. (Football Insider)

Liverpool gæti reynt að fá portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (25) frá Wolves í janúar en tími Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hjá félaginu er að renna út. (Mirror)

Arsenal hefur áhuga á að fá spænska hægri bakvörðinn Ivan Fresneda (18) frá Real Valladolid. (Telegraph)

Manchester United og Arsenal munu berjast um að fá brasilíska vængmanninn Luis Henrique (22) frá Real Betis. (Fichajes)

West Ham hefur gert 25 milljóna punda tilboð í nígeríska sóknarmanninn Terem Moffi (22) hjá Lorient. (Sky Sports)

Leeds hefur áhuga á belgíska markverðinum Senne Lammens (20) hjá Club Brugge. (Mail)

PSV Eindhoven hefur sent fyrirspurn varðandi enska miðjumanninn Todd Cantwell (24) hjá Norwich. Rangers í Glasgow hefur einnig áhuga. (Football Insider)

Viðræður eru í gangi milli pólska fótboltasambandsins og Steven Gerrard en þessi fyrrum stjóri Aston Villa gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Póllands. (Fabrizio Romano)

Nottingham Forest er meðal félaga sem hafa áhuga á Arnaut Danjuma (25) á láni frá Villarreal. (Mail)

Everton hefur hafið viðræður um að fá kólumbíska sóknarmanninn Duvan Zapata (31) lánaðan frá Atalanta. (Mirror)

West Ham skoðar mögulega kosti í stað David Moyes en Nuno Espirito Santo og Rafael Benítez eru meðal nafna á blaði. (Telegraph)

Búist er við því að Moyes verði við stjórnvölinn í næsta leik West Ham, sem er gegn Everton á laugardag. (Sun)
Athugasemdir
banner