Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Eftirsóttur Albert byrjaði í sigri
Albert er mikilvægur hlekkur í sóknarleik Genoa.
Albert er mikilvægur hlekkur í sóknarleik Genoa.
Mynd: EPA

Genoa 1 - 0 Venezia
1-0 Massimo Coda ('85)


Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa í ítölsku Serie B deildinni, er eftirsóttur af nokkrum félögum úr Serie A. Hann var því ekki í byrjunarliði Genoa sem tapaði fyrir Roma í ítalska bikarnum á dögunum en hann fékk að byrja gegn Venezia í dag.

Alberti tókst ekki að skora eða leggja upp en Genoa stóð þó uppi sem sigurvegari og er í þriðja sæti með 36 stig eftir 20 umferðir. 

Albert spilaði fyrstu 67 mínúturnar áður en honum var skipt útaf í stöðunni 0-0. Lokatölur urðu 1-0.

Genoa stefnir beint aftur upp í efstu deild með þessu áframhaldi. Ef það mistekst verður Albert frjáls ferða sinna næsta sumar, annars fer hann með Genoa aftur upp í efstu deild á samningi til 2024.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner