Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 16. janúar 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nítján ára miðvörður í næsta landsliðshópi Englands?
Colwill eftir leik með Brighton.
Colwill eftir leik með Brighton.
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er að íhuga það alvarlega að velja miðvörðinn Levi Colwill í næsta landsliðshóp Englands.

Þetta kemur fram hjá The Athletic í dag.

Þessi 19 ára gamli miðvörður hefur verið að leika vel á láni með Brighton á þessari leiktíð. Hann er þar á láni frá Chelsea.

Hann byrjaði tímabilið á bekknum en hefur verið mikilvægur hluti af liði Brighton frá því Roberto Di Zerbi tók við. Hann spilaði vel í 3-0 sigrinum á Liverpool um síðustu helgi.

England á leiki gegn Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM í mars og er Colwill líklegur - eins og staðan er núna - að vera í þeim hóp.

Annar leikmaður sem kemur til greina í hópinn er hinn 18 ára gamli Rico Lewis, sem hefur verið að spila sína fyrstu leiki með aðalliði Manchester City undanfarnar vikur. Samkeppnin er hins vegar mun meiri í hægri bakvarðar stöðunni.
Athugasemdir
banner