Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 16. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Raphinha með sama verðmiða og Mudryk
Spænska félagið Barcelona vill fá 89 milljónir punda fyrir brasilíska kantmanninn Raphinha en Arsenal er á eftir honum eftir að hafa misst af Mykhailo Mudryk.

Chelsea tókst að stela hinum 22 ára gamla Mudryk frá Arsenal í gær en stjórnarmenn félagsins flugu til Tyrklands, náðu samkomulagi við Shakhtar og var hann síðan kynntur í gær.

Þungt högg fyrir Arsenal sem hafði verið í viðræðum við Shahtar um kaup á Mudryk síðustu vikur.

Arsenal hefur nú snúið sér að Raphinha hjá Barcelona en til að það verði að veruleika þarf félagið að greiða sömu upphæð og Chelsea borgaði fyrir Mudryk — sem eru 89 milljónir punda.

Raphinha hefur aðeins byrjað sjö af fimmtán leikjum Barcelona í La Liga. Hann hefur komið að fjórum mörkum og eru Börsungar reiðubúnir að leyfa honum að fara.
Athugasemdir
banner